mán 03.okt 2022
Ítalía: Udinese stigi frá toppnum eftir dramatískan sigur
Beto er kominn með fimm mörk í fyrstu átta leikjunum.

Verona 1 - 2 Udinese
1-0 Josh Doig ('23)
1-1 Beto ('70)
1-2 Jaka Bijol ('93)Verona og Udinese áttust við í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum og tóku heimamenn forystuna í fyrri hálfleik. Vængbakvörðurinn Josh Doig skoraði þá með frábæru viðstöðulausu skoti en gestirnir frá Údíne tóku öll völd á vellinum í kjölfarið.

Udinese hefur reynst spútnik liðið það sem af er tímabils á Ítalíu og komust gestirnir nokkrum sinnum nálægt því að jafna áður en Beto setti boltann í netið á 70. mínútu.

Udinese hélt áfram að sýna yfirburði og skiluðu þeir sér með dýrmætu sigurmarki í uppbótartíma. Slóveninn Jaka Bijol skallaði aukaspyrnu í netið á 93. mínútu.

Udinese er í þriðja sæti eftir sigurinn, einu stigi eftir toppliðum Atalanta og Napoli. Verona situr eftir í fallsæti með fimm stig eftir átta umferðir.