mán 03.okt 2022
Zubimendi segist ekki hugsa um Barcelona

Varnarsinnaði miðjumaðurinn Martin Zubimendi er ofarlega á óskalista Xavi, þjálfara Barcelona, og hefur verið orðaður við félagsskipti næsta sumar þegar samningur hans við Real Sociedad rennur út.Zubimendi er 23 ára með einn A-landsleik að baki fyrir Spán en hann hefur verið lykilmaður í sterku liði Sociedad undanfarin ár.

„Mér líður mjög vel hjá Real Sociedad og það er bara tímaspursmál hvenær ég skrifa undir nýjan samning," sagði Zubimendi þegar hann var spurður út í möguleg skipti til Barca.

„Vill Xavi fá mig? Ég hugsa ekki einu sinni um það. Ég er einbeittur að Real Sociedad og engu öðru."