þri 04.okt 2022
Dermot Gallagher: Thiago Silva átti ekki að fá rautt

Fyrrum úrvalsdeildardómarinn Dermot Gallagher gefur Sky Sports sína skoðun á umdeildum dómaraatvikum eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.Það var ekki sérlega mikið af umdeildum atvik þessa helgina og var eitt helsta atvikið í Lundúnaslag á milli Crystal Palace og Chelsea.

Þar var Crystal Palace 1-0 yfir í fyrri hálfleik þegar Thiago Silva handlék boltann viljandi sem aftasti varnarmaður en slapp með gult spjald.

Auðvitað var það Silva sem lagði jöfnunarmark Chelsea upp skömmu síðar og stóðu heimamenn að lokum uppi sem sigurvegarar, 1-2.

„Ég held að dómarinn hafi rétt fyrir sér. Varnarmaðurinn er ekki að ræna upplögðu marktækifæri af sóknarmanninum, hann er aðeins að ræna mögulegu marktækifæri. Þeir eru mjög langt frá markinu og sóknarmaðurinn á ennþá eftir að gera mikið til að koma sér í skotfæri," segir Dermot.

„Tekst sóknarmanninum að komast í marktækifæri á undan næsta varnarmanni? Það er ekki nægilega augljóst til að reka varnarmanninn af velli. Það var einhver sem spurði hvort þetta væru þá ekki tvö gul spjöld því Silva handlék boltann tvisvar, en það er bara ein hendi dæmd þar sem það var aldrei beitt neinni hagnaðarreglu."

Íslandsvinurinn Gallagher kom til Íslands og dæmdi á Essómótinu 2006.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Thiago Silva heppinn að sleppa við rautt