þri 04.okt 2022
Crooks um Thiago: Hefur gert skokk að listformi

Garth Crooks, fótboltasérfræðingur BBC sem er þekktur fyrir að velja lið vikunnar hverju sinni, tjáði sig um Thiago Alcantara miðjumann Liverpool.Crooks var að velja lið síðustu umferðar og setti Roberto Firmino, sem skoraði tvennu, í fremstu víglínu.

„Stuðningsmenn Liverpool segja alltaf við mig að Thiago Alcantara (þegar hann er ekki meiddur) sé þeirra aðalmaður," sagði Crooks í lýsingunni á Firmino.

„Hann gæti kannski alveg verið það ef hann gæti hlaupið eitthvað. Spánverjinn hefur gert skokk að listformi. Hann getur ekki hlaupið upp völlinn og hefur ekki sömu hæfileika og Firmino þegar það kemur að því að klára færi.

„Thiago á vissulega sínar stundir en ef við ætlum að bera saman framlagið til liðsins þá er Firmino í öðrum gæðaflokki."