þri 04.okt 2022
Breyting á leiktíma Víkings R. og Vals á morgun

Víkingur R. og Valur mætast í Reykjavíkurslag á morgun en stórleiknum hefur verið seinkað.Viðureignin átti upprunalega að hefjast klukkan 16:45 í Víkinni en mun þess í stað byrja klukkan 19:15.

Liðin mætast í sínum fyrsta leik eftir að deildinni var skipt í tvennt og þarf Víkingur sigur til að halda veikri von um að verja Íslandsmeistaratitilinn á lífi.

Víkingur er í þriðja sæti sem stendur með 43 stig á meðan Valur situr í fjórða sæti með 32 stig.