þri 04.okt 2022
Bruno og Martínez helltu sér yfir liðsfélaga sína
Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United.
Ronaldo er frjálst að fara í janúar.
Mynd: EPA

Benítez orðaður við Nottingham Forest.
Mynd: EPA

Fernandes, Martínez, Ronaldo, Martinelli, Nkunku, Gvardiol, Mendy, Saka og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Bruno Fernandes og Lisandro Martínez, leikmenn Manchester United, helltu sér yfir liðsfélaga sína í hálfleik í leiknum gegn Manchester City. Þeir sökuðu menn um að hafa ekki trú á því að geta fengið eitthvað úr leiknum. Lætin heyrðust vel fram á gang. (The Sun)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (37) vill fara frá Manchester United í janúarglugganum og félagið ætlar ekki að standa í vegi fyrir honum. (Telegraph)

Chelsea vill fá brasilíska sóknarleikmanninn Gabriel Martinelli (21) sem er hjá Arsenal. (Mail)

Arsenal hefur boðið Bukayo Saka (21) samning upp á 200 þúsund pund á viku til að hann framlengi veru sína hjá félaginu. (Football.london)

Auk þess að vera í viðræðum við RB Leipzig um möguleg kaup á franska framherjanum Christopher Nkunku (24) er Chelsea einnig að ræða við þýska félagið um miðvörðinn Josko Gvardiol (20). (90 Min)

Chelsea mun einnig skoða markvarðastöðu félagsins á næstu mánuðum. Senegalinn Edouard Mendy (30) hefur ekki gert nýjan samning. (Telegraph)

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur sagt félaginu að bjóða ekki neinum nýja samninga fyrr en hann hefur fundið það út hverjir eiga skilið að fá þá. (Telegraph)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (21) heur staðfest að umboðmenn sínir hafi rætt við Arsenal um nýjan samning. (90 Min)

Xavi, stjóri Barcelona, segir að nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að ræða um möguleika á því að Lionel Messi (35) snúi aftur á Nývang. Messi eigi að fá frið til að njóta sín hjá Paris St-Germain. (ESPN)

Forráðamenn Wolves eru ekki að flýta sér að finna stjóra í stað Bruno Lage sem var rekinn á sunnudag. (Sun)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool, er mögulegur kostur fyrir Nottingham Forest ef félagið ákveður að losa sig við Steve Cooper. (Mail)

Rob Edwards, fyrrum stjóri Watford, og Gary O'Neol, bráðabirgðastjóri Bournemouth, koma til greina til að taka við Middlesbrough eftir að Chris Wilder var rekinn. (Football Insider)

Bournemouth, Crystal Palace og Leicester City hafa áhuga á velska vinstri bakverðinum Rhys Norrington-Davies (23) hjá Sheffield United. (Football Insider)

Newcastle hefur samþykkt tveggja ára framlengingu á samningi enska sóknarmannsins Callum Wilson (30). (90 Min)