þri 04.okt 2022
[email protected]
Mynd: Ísak Snær mættur til Þrándheims
 |
Ísak Snær Þorvaldsson. |
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er núna staddur í Noregi þar sem hann er að ganga frá samningi við Rosenborg.
Norski fréttamaðurinn Stian André de Wahl birtir mynd af Ísak þar sem hann er staddur á flugvellinum í Þrándheimi, en hann spilaði með Breiðabliki í 3-0 sigri á Stjörnunni í gær.
Sagt er að Ísak muni ganga í raðir Rosenborg, sem er stærsta félagið í Noregi, í byrjun ársins 2023.
Ísak, sem er 21 árs gamall, hefur verið frábær í liði Breiðabliks í sumar og er hann búinn að skora 13 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
Ef hann fer til Rosenborg - eins og allt bendir til þessa stundina - þá verður hann annar Íslendingurinn hjá félaginu því þar er líka Kristall Máni Ingason.
|