þri 04.okt 2022
Svona gekk spáin í Lengjudeildinni - Grótta og Vestri lengst frá spánni
Fótbolti.net birti spá sína fyrir Lengjudeildina fyrir mót.

Keppni í deildinni lauk í síðasta mánuði og niðurstaðan á toppi og botni er nákvæmlega sú sama og spáð var. Fylkir vann deildina og HK fylgir upp í Bestu deildina á meðan KV og Þróttur Vogum féllu.

Þegar spáin er skoðuð er ljóst að Grótta kom mest á óvart á jákvæðan hátt, liðið endaði í þriðja sæti eftir að hafa verið spáð því níunda. Á hinn bóginn kom Vestri mest á óvart á neikvæðan hátt. Liðið endaði í tíunda sæti en var spáð fjórða.

Lokastaðan í deildinni:
1. Fylkir (spáð 1. sæti) | 0
2. HK (spáð 2. sæti) | 0
3. Grótta (spáð 9. sæti) | +6
4. Fjölnir (spáð 5. sæti) | +1
5. Kórdrengir (spáð 3. sæti) | -2
6. Grindavík (spáð 7. sæti) | +1
7. Þór (spáð 6. sæti) | -1
8. Afturelding (spáð 10. sæti) | +2
9. Selfoss (spáð 8. sæti) | -1
10. Vestri (spáð 4. sæti) | -6
11. KV (spáð 11. sæti) | 0
12. Þróttur V. (spáð 12. sæti) | 0