þri 04.okt 2022
Tap í öðrum byrjunarliðsleik Jóns Daða á tímabilinu
Jón Daði í leik með Bolton
Íslenski framherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton Wanderers í 1-0 tapinu gegn Cheltenham Town í ensku C-deildinni í kvöld en þetta var þriðja tap liðsins á leiktíðinni.

Jón Daði var að byrja annan leik sinn í deildinni á þessu tímabili en annars hefur hann verið að fá tækifæri af bekknum.

Hann hefur skorað tvö og lagt upp tvö mörk í öllum keppnum, en gat ekki hjálpað liðinu sínu að ná í stig gegn Cheltenham. Hann fór af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Markmið Bolton er að komast að minnsta kosti í umspilið á þessu ári og gengur það markmið ágætlega.

Bolton er í 6. sæti með 20 stig eftir ellefu leiki.