fim 06.okt 2022
Guardiola þvertekur fyrir að Haaland sé með sérstaka klásúlu
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, er ekki með sérstaka klásúlu í samningi sínum um að hann geti farið til Real Madrid eftir tvö ár en þetta segir Pep Guardiola, stjóri félagsins.

Man City keypti Haaland frá Borussia Dortmund og borgaði einmitt klásúluverðið fyrir hann eða um 51 milljón punda.

Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið með stæl og er kominn með 19 mörk í öllum keppnum.

Á dögunum voru sögusagnir um það að Real Madrid gæti fengið Haaland eftir tvö ár og að hann væri með sérstaka klásúlu í samningnum sem gerir honum að yfirgefa Man City árið 2024 en Guardiola segir það af og frá.

„Þetta er ekki satt. Hann er ekki með klásúlu sem tengist Real Madrid eða öðru liði. Það er alls ekki satt. Hvað get ég eiginlega sagt? Ég hef það á tilfinningunni að hann sé ótrúlega ánægður hér og við reynum auðvitað að gera hann og aðra ánægða," sagði Guardiola.