fös 07.okt 2022
Fofana frá í mánuð
Wesley Fofana, varnarmaður Chelsea.
Meiðsli Wesley Fofana, varnarmanns Chelsea, eru ekki eins alvarleg og margir óttuðust. Fofan fór af velli á börum vegna hnémeiðsla í 3-0 sigrinum gegn AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Þessi 21 árs leikmaður hlaut þó ekki alvarlegan skaða og verður væntanlega frá keppni í um fjórar vikur.

Fofana, sem var keyptur á 70 milljónir punda frá Leicester, gæti snúið aftur áður en HM hefst í næsta mánuði en vonir hans um að komast í franska landsliðshópinn fyrir keppnina í Katar verða í hættu ef hann spilar ekki nóg fyrir mótið.

Möguleiki er að hann verði frá í sex vikur.

Chelsea er að fara í mikla leikjatörn, mætir Wolves á laugardaginn og svo er útileikur gegn Milan á þriðjudaginn. Liðið á svo deildarleiki gegn Aston Villa, Brentford, Manchester United og Brighton fyrir lok október.