fös 07.okt 2022
Stefán Árni spáir í 2. umferð eftir skiptinguna
SÁP
Þrenna frá Adam Ægi í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aðeins meira en 30 í pace
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Á morgun heldur Besta deildin áfram. Komið er að 2. umferð eftir tvískiptingu. Fyrsti leikur fer fram á Akranesi og umferðinni lýkur í Garðabænum á mánudagskvöld.

Stefán Árni Pálsson þáttarstjórnandi Seinni Bylgjunnar á Stöð 2 Sport spáir í leikina. Kjartan Kári Halldórsson spáði í leiki 1. umferðar og var með fjóra rétta.

Svona spáir Stefán leikjunum:

Neðri hluti
ÍA 2 - 2 Fram (á laugardag 14:00)
Ef Skagamenn ætla sér að eiga einhvern séns á því að halda sér uppi þá eru þrjú stig algjörlega nauðsynleg. Framarar verða áfram í efstu deild eftir sigur gegn Leikni á dögunum.

Mögulega verður léttur gír í Fram og þeir byrja leikinn illa. Skagamenn komast í 2-0 en missa leikinn í 2-2 jafntefli.

FH 0 - 1 Leiknir (á sunnudag 14:00)
Þjálfaradramað í vikunni hefur áhrif á annað hvort liðið. Ég held að það muni hafa verri áhrif á FH liðið og Leiknir nær að kreista út 1-0 sigur með marki þegar um fimmtán mínútur eru eftir.

Leikurinn verður vel lokaður fram að því. Bergerinn skorar og þetta verður ljótasta mark tímabilsins.

ÍBV 0 - 3 Keflavík (á mánudag 15:15)
Keflavík þekki það að spila í vindi og mun vinna þennan leik mjög sannfærandi. 3-0. Þeir eru algjörlega pressulausir og það muna skila sér í léttleikandi og flottri frammistöðu hjá Suðurnesjamönnum.

Hverjir skora? Jú, þrenna frá Adam Ægi Pálssyni.

Efri hluti
KR 2 - 1 Valur (á morgun 13:00)
Tvö lið sem eru hætt. Nenni varla að spá fyrir um þennan leik. Alltaf sexý leikir samt og ég held að KR vinni að lokum, 2-1.

Kjartan Henry skorar eitt mark og Kristinn Jónsson hitt. Mark Vals gerir Birkir Már Sævarsson.

KA 0 - 3 Breiðablik (á sunnudag 14:00)
KA-menn tryggðu sér Evrópusæti í vikunni. Frábær árangur. Blikar ætla að klára dolluna sem fyrst og ég held að KA-menn séu saddir. 0-3 sigur Blika. Ekkert vesen. Jason, Dagur og Oliver með mörkin. Titillinn er sannarlega á leiðinni í Kópavoginn.

Það kemur ekkert í veg fyrir það, enda besta liðið í deildinni. Leiðinleg spá, en svona er þetta. Ég aftur á móti vona að ég hafi rangt fyrir mér og það komi upp smá spenna í toppbaráttunni. Sé það bara ekki gerast.

Stjarnan 0 - 2 Víkingur (á mánudag 19:15)
Stjarnan verður enginn fyrirstaða fyrir Víkinga sem klára þetta fagmannlega 2-0. Víkingar byggja á síðari hálfleiknum gegn Val og mæta vel gíraðir.