fös 07.okt 2022
Leik KR og Vals flýtt vegna veðurs - Búið að fresta í Eyjum
Úr leik á Meistaravöllum
Viðureign KR og Vals á Meistaravöllum í efri hluta Bestu deildarinnar átti að fara fram á sunnudag en leiknum hefur verið flýtt vegna veðurs. Upprunalegur leiktími var 13:00 á sunnudag.

Veðurspáin á sunnudag er ekki góð og því hefur leiknum verið flýtt um sólarhring, nýr leiktími er 14:00 á laugardag.

Samkvæmt niðurröðun eru enn þrír leikir í Bestu deildinni settir á sunnudag. Á norðanverðu landinu er appelsínugul viðvörun og er ansi ólíklegt, ef spáin breytist ekki, að leikur KA og Breiðabliks fari fram utan dyra á sunnudag.

Uppfært 11:38: Búið er að fresta viðureign ÍBV og Keflavíkur um rúman sólarhring.

Allar líkur eru á því að fleiri leikir verði færðir.

laugardagur 8. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-Fram (Norðurálsvöllurinn)

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Valur (Meistaravellir)
14:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)

sunnudagur 9. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 FH-Leiknir R. (Kaplakrikavöllur)

mánudagur 10. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
15:15 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)