fim 27.okt 2022
[email protected]
Berglind Rós breytti um stöðu og skoraði í fimm leikjum í röð
 |
Berglind Rós í landsleik. |
Berglind Rós Ágústsdóttir hefur tekið upp nýja leikstöðu hjá sænska félaginu Örebro að undanförnu.
Berglind, sem hefur leikið sem miðjumaður og miðvörður á sínum ferli, hefur leikið í stöðu sóknarmanns upp á síðkastið. Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi leyst það vel.
Hún hefur verið að spila sem önnur af tveimur sóknarmönnum Örebro í síðustu leikjum.
Berglind Rós skoraði ekki í síðasta leik gegn Djurgården en þar áður hafði hún skorað í fimm leikjum í röð. Öll mörkin hafa komið þar sem hún vel staðsett í teignum.
Berglind var mikill markaskorari í yngri flokkum en í meistaraflokki skoraði hún mest eitt mark á tímabili hér heima er hún lék með Fylki, Val og Aftureldingu.
Hún er núna í 27. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar með fimm mörk.
Það hefur verið nokkuð rætt um að það vanti sóknarmann í íslenska landsliðið og spurning hvort Berglind sé ekki bara fínn kostur þar ef hún heldur svona áfram.
|