fös 28.okt 2022
Xavi: Spænska deildin jafn sterk og enska úrvalsdeildin

Xavi stjóri Barcelona er undir pressu eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni. Barcelona setur þá kröfu að spila í öllum sterkustu deildum Evrópu.Xavi er staðráðinn í því að berjast um alla titla sem í boði eru það sem eftir er af þessari leiktíð.

„VIð verðum að berjast um alla titlana á næstu mánuðum. Evrópudeildin, La Liga, spænski bikarinn og Ofurbikarinn. ÉG er viss um að við getum barist í öllum þessum keppnum," sagði Xavi.

Hann segir að samkeppnin í La Liga sé mjög mikil.

„Mér finnst í alvöru að La Liga sé í jafn sterk og enska úrvalsdeildin."