fös 28.okt 2022
Zakharyan vill fara til Chelsea

Chelsea reyndi að kaupa rússneska táninginn Arsen Zakharyan í sumar en Dynamo Moskva seldi hann ekki af 'tæknilegum ástæðum'.Zakharyan er 19 ára gamall og er sóknarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig leikið á báðum köntum.

Hann er samningsbundinn Dynamo út næstu tvö keppnistímabil en rússneska félagið hefur sagt að það sé reiðubúið til að selja ungstirnið sitt fyrir rétta upphæð.

„Ég sagði við umboðsmennina að ég vildi fara til Chelsea og sjá hvað gerist. Mér er sama þó þetta sé lánssamningur, mig langar að prófa," sagði Zakharyan við Komment Show.