fös 28.okt 2022
[email protected]
Þýskaland: Fullkrug aftur hetjan í Bremen
Werder Bremen 1 - 0 Hertha Berlin 1-0 Niclas Füllkrug
Werder Bremen og Hertha Berlin mættust í eina leik kvöldsins og fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum. Fjögur stig skildu liðin að um miðja deild fyrir viðureignina og var staðan markalaus eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem heimamenn í Bremen fengu þó fleiri færi. Síðari hálfleikur var ekki líflegri en sá fyrri þar til á lokamínútunum þegar Niclas Füllkrug gerði frábærlega að skora með skalla úr erfiðu færi. Gestirnir frá Berlín lögðu þá allt í sóknarleikinn en boltinn rataði ekki í netið og lokatölur 1-0. Bremen er í sjötta sæti, með 18 stig eftir 12 umferðir. Hertha er aftur á móti aðeins með 11 stig. Fullkrug er kominn með 8 mörk og tvær stoðsendingar í 11 deildarleikjum.
|