fös 28.okt 2022
Michail Antonio: Nokkrir leikmenn ósáttir með Gerrard

Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, var spurður út í ástæðurnar bakvið brottrekstur Steven Gerrard úr stjórastarfinu hjá Aston Villa.Antonio er 32 ára gamall landsliðsmaður Jamaíka sem þekkir nokkra leikmenn í herbúðum West Ham, þar á meðal samlanda sinn Leon Bailey.

Gerrard entist í ellefu mánuði í stjórastarfinu hjá Villa og segir Antonio að persónuleiki hans hafi verið vandamál fyrir einhverja af leikmönnum liðsins.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá hef ég heyrt sögur af því að það voru nokkrir leikmenn sem voru ekki sáttir með hann. Ég er ekki viss um hvað þeir voru margir en ég frétti að þeim líkaði ekki hvernig hann hagaði sér," sagði Antonio í hlaðvarpsþættinum The Footballers' Football Podcast.

„Þetta snerist ekki um leikstílinn eða æfingarnar í sjálfu sér heldur hvernig hann var sem stjóri, hvernig hann talaði við leikmenn og höndlaði vandamál. Það er það sem ég heyrði."

Unai Emery hefur verið ráðinn sem arftaki Gerrard og mun hann taka við stjórnartaumum Villa um leið og hann fær atvinnuleyfi á Bretlandi, sem er utan EES eftir að hafa sagt sig úr Evrópusambandinu.