fös 28.okt 2022
[email protected]
Féllu úr efstu deild en geta tekið þátt í Copa Libertadores
Suður-ameríska knattspyrnusambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að argentínska félagið Patronato fær þátttökurétt í suður-amerísku Meistaradeildinni takist félaginu að vinna argentínska bikarinn á sunnudaginn.
Patronato féll úr argentínsku deildinni en komst óvænt alla leið í úrslitaleik bikarsins eftir sigur í vítakeppni gegn Boca Juniors í undanúrslitum. Patronato mætir Talleres í úrslitaleik á sunnudaginn og tryggir sér sæti í Copa Libertadores með sigri. Patronato yrði þá fyrsta félagið í sögunni til að spila í B-deild og taka þátt í Meistaradeildinni. Takist Patronato að sigra verður einstaklega áhugavert að fylgjast með B-deildarliði spila við bestu lið nágrannaþjóðanna.
|