fim 10.nóv 2022
Ætla að nota töfralækna svo Mane geti spilað
Sadio Mane.
Sadio Mane varð fyrir því óláni að meiðast núna þegar stutt er í að HM fer af stað.

Mane fór meiddur af velli í 6-1 sigurleik Bayern München gegn Werder Bremen fyrr í þessari viku. Ljóst er að hann mun missa af leik Bayern gegn Schalke um komandi helgi.

Mane er skærasta stjarna Senegal og er enn vonast til þess að hann geti spilað á mótinu. Senegal mun kynna sinn hóp á morgun og er búist við því að Mane verði þar.

Senegalinn Fatma Samoura, sem háttsett hjá FIFA, hefur opinberað það að notast verði við töfralækna til þess að Mane verði heill heilsu á mótinu.

Hún segist ekki vera viss um að það óhefðbunda tækni muni virka en þau vonast eftir kraftaverkum.

„Hann verður að vera þarna," segir Samoura.

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku