fim 10.nóv 2022
Flaug frá Bandaríkjunum eingöngu til að sjá Ronaldo spila

Eftir daprann fyrir hálfleik hafa Man Utd og Aston Villa boðið upp á veislu á Old Trafford í síðari hálfleik en staðan er 2-2 þegar tæpar 20 mínútur eru til leiksloka.IShowSpeed er vinsæll á Youtube og Twitch en hann hefur skotist hratt upp á stjörnu himininn, hann er með tæplega 13 milljónir áskrifenda á YOutube rásinni sinni. Hann er þekktur fyrir að vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo.

Speed, eins og hann er yfirleitt kallaður er frá Bandaríkjunum en hann flaug þaðan til Englands til að sjá átrúnaðargoðið sitt spila gegn Villa í kvöld.

Hann var hins vegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá uppstillinguna og enginn Ronaldo sjáanlegur þar sem hann er heima veikur.

Speed var með beina útsendingu á Youtube fyrir leikinn þar sem hann var í góðu yfirlæti á Old Trafford, vonandi að upplifunin hafi verið góð fyrir hann þrátt fyrir mikið svekkelsi.