fim 10.nóv 2022
[email protected]
Ítalía: Yngsti markaskorari í sögu Lazio
 |
Moise Kean |
Hinn 17 ára gamli Luka Romero var hetja liðsins í sigri á Monza í efstu deildinni á Ítalíu í kvöld.
Hann kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en þetta reyndist eina markið. Þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið.
Hann lýsti þessu sem bestu afmælisgjöf sem hann gat fengið en hann verður 18 ára eftir átta daga. Lazio er í 2. sæti en Napoli er í góðri stöðu á toppnum, 8 stigum á undan Lazio. Moise Kean var hetja Juventus sem vann Verona 1-0. Alex Sandro var rekinn af velli í uppbótartíma en hann braut á Kevin Lasagna sem var að sleppa í gegn.
|