fös 11.nóv 2022
Lindegaard leggur hanskana á hilluna
Lindegaard í leik með Man Utd
Danski markvörðurinn Anders Lindegaard fyrrum markvörður Manchester United hefur lagt hanskana á hilluna. Þessi 38 ára gamli markvörður endaði ferilinn hjá Helsingborg í Svíþjóð.

Lindegaard lék með United frá 2010-2015 og spilaði 29 leiki með félaginu. Hann vann tvo Engandsmeistaratitla með liðinu.

„Nú er rétti tíminn. Ég er búinn að fá nóg af fótbolta, bæði andlega og líkamlega. Ég hef verið það heppinn að spila til 38 ára aldurs," sagði Lindegaard í samtali við danska miðilinn Tipsbladet.

Lindegaard er uppalinn hjá OB en hann endaði ferilinn hjá Helsingborg þar sem hann spilaði 22 leiki frá 2019.