fös 11.nóv 2022
Þýskaland um helgina - Bayern verður á toppnum yfir HM

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Bayern Munchen unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og er komið á sinn stað á toppinn í þýsku deildinni.Liðið er með fjögurra stiga forskot á Union Berlin og Freiburg. Bayern heimsækir Schalke um helgina en Schalke er á hinum enda töflunnar.

Freiburg og Union mætast í lokaleik umferðarinnar á sunnudaginn.

Umferðin hefst í kvöld á leik Gladbach og Dortmund. Dortmund er í 6. sæti deildarinnar en getur farið upp í Meistaradeildarsæti með sigri.

Föstudagur 11. nóvember

19:30 Gladbach - Dortmund

laugardagur 12. nóvember

14:30 Hertha - Köln
14:30 Leverkusen - Stuttgart
14:30 Hoffenheim - Wolfsburg
14:30 Werder - RB Leipzig
14:30 Augsburg - Bochum
17:30 Schalke 04 - Bayern

Sunnudagurinn 13. nóvember

14:30 Mainz - Eintracht Frankfurt
16:30 Freiburg - Union Berlin