fös 11.nóv 2022
Mane í hópum sem Senegal var að tilkynna
Sadio Mane.
Sadio Mane er í senegalska landsliðshópnum sem fer á HM. Það var verið að tilkynna þetta.

Mane fór meiddur af velli í 6-1 sigurleik Bayern München gegn Werder Bremen fyrr í þessari viku. Ljóst er að hann mun missa af leik Bayern gegn Schalke um komandi helgi.

Mane er skærasta stjarna Senegal og er enn vonast til þess að hann geti spilað á mótinu.

Það er ekki víst að hann verði með í fyrsta leik Senegal en það er klárlega vonast til þess að hann geti eitthvað spilað.

Senegal er í A-riðlinum með Hollandi, Ekvador og Katar. Hér fyrir neðan má sjá hópinn sem Senegal hendir til Katar.

Sjá einnig:
Ætla að nota töfralækna svo Mane geti spilað