fös 11.nóv 2022
Pep: Klopp verður í vinstri bakverði og ég djúpur á miðju

Manchester City fær Liverpool í heimsókn í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Leikirnir fara fram stuttu eftir HM en dagsetningin er ekki alveg klár.Pep Guardiola stjóri City var spurður út í viðureignina.

„Klopp mun spila í vinstri bakverði og ég mun spila djúpur á miðju," sagði Guardiola léttur.

Hann gat ekki rætt þennan leik neitt þar sem hann hafði ekki hugmynd hver væri til taks til að spila leikinn. Leikurinn gæti farið fram aðeins tveimur dögum eftir úrslitaleik HM.

Langflestir í aðalliðs hópnum fara á HM en af útileikmönnum eru það aðeins Erling Haaland og Riyad Mahrez sem fara ekki til Katar.