sun 13.nóv 2022
Sjáðu markið: Mac Allister kom Brighton í forystu eftir 49 sekúndna leik

Brighton og Aston Villa áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni en gestirnir frá Birmingham unnu leikinn með einu marki gegn tveimur.Heimamenn komust hins vegar yfir og var það Argentínumaðurinn öflugi Alexis Mac Allister sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir einungis 49 sekúndna leik.

Hann vann þá boltann af leikmanni Aston Villa á stórhættulegum stað og skoraði framhjá Martinez í markinu.

Aston Villa kom hins vegar til baka og vann leikinn og byrjar Unai Emery því á tveimur sigurleikjum í deildinni.

Þetta snögga mark hjá Mac Allister má sjá hérna.