sun 13.nóv 2022
Grikkland: Hörður Björgvin gulltryggði sigurinn með marki úr aukaspyrnu
Hörður Björgvin Magnússon
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði fyrsta mark sitt fyrir gríska liðið Panathinaikos í 2-0 sigri á Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Panathinaikos, sem er á toppnum, var með öll völd á leiknum, en það var þolinmæðisvinna fyrir liðið.

Hörður var í byrjunarliði Panathinaikos og þá var Viðar Örn Kjartansson fremsti maður hjá Atromitos.

Atromitos spilaði manni færri síðustu tíu mínúturnar af fyrri hálfleiknum er leikmaður liðsins fékk sitt annað gula spjald.

Eftir þunga pressu í síðari hálfleiknum kom fyrsta markið þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.

Það var svo á fjórðu mínútu í uppbótartíma er Hörður Björgvin gulltryggði sigurinn með laglegu marki úr aukaspyrnu og lokatölur 2-0.

Þetta var fyrsta mark Harðar frá því hann kom til félagsins í sumar og fer Panathinaikos inn í HM-pásuna með 37 stig á toppnum.

Viðar Örn fór af velli á 64. mínútu hjá Atromitos í kvöld og kom Samúel Kári Friðjónsson inná í hans stað. Atromitos er í 8. sæti með 15 stig.