fim 17.nóv 2022
Neville um Ronaldo: Man Utd þarf að reka hann á næstu dögum
Cristiano Ronaldo..
Gary Neville segir að sitt gamla félag, Manchester United, verði að rifta samningi Cristiano Ronaldo eftir viðtal sem hann fór í við fjölmiðlamanninn umdeilda, Piers Morgan.

Ronaldo, sem hefur verið í aukahlutverki á tímabilinu, fór mikinn í viðtalinu - sagði að Man Utd hefði svikið sig og að hann bæri enga virðingu fyrir stjóranum Erik ten Hag.

Portúgalska ofurstjarnan skaut einnig á sína gömlu liðsfélaga - Neville og Wayne Rooney - en þeir hafa gagnrýnt Ronaldo fyrir frammistöðu hans.

Neville talaði um viðtalið umtalaða á Sky Sports í dag. „Hann hefði ekki farið í viðtalið ef hann vildi fá leið til baka. Hann vissi að það myndu koma fyrirsagnir og þetta yrði endirinn á ferli hans hjá Manchester United."

„Ég er sammála nokkrum hlutum sem hann hefur sagt en ef þú ert að reka fyrirtæki og starfsmaður þinn segir þetta, þá veistu að þú þarft að reka hann. Man Utd þarf að reka hann á næstu dögum."

Neville telur að þetta hefði ekki þurft að fara svona ef báðir aðilar hefðu verið samstíga í því að finna lausn.

Sjá einnig:
Íslenskt stuðningsfólk Man Utd um Ronaldo: Ljótur endir á sambandinu