fös 18.nóv 2022
Bellingham og England verðmætust á HM
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Jude Bellingham, ungstirni enska landsliðsins, er verðmætasti leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar samkvæmt tölfræði frá CIES Football Observatory.Bellingham er aðeins 19 ára gamall en er eftirsóttur af öllum helstu stórliðum Evrópu og hefur stóra ákvörðun að taka næsta sumar.

Bellingham er metinn á 176,8 milljónir punda og er aðeins örlítið verðmætari heldur en Vinicius Junior, ungstirni brasilíska landsliðsins og Real Madrid, sem er metinn á 176 milljónir.

Kylian Mbappe kemur næstur þar á eftir þar sem hann er metinn á 162 milljónir og svo fylgja Pedri (138m) og Jamal Musiala (132m) í næstu sætum fyrir neðan.

Enski landsliðshópurinn er verðmætasti hópurinn á HM, metinn á 1,31 milljarð punda í heildina. Brasilíski hópurinn kemur skammt á eftir í öðru sæti, metinn á 1,27 milljarða.

Franski hópurinn er í þriðja sæti, sá spænski í fjórða og portúgalski í fimmta. Þetta eru einu fimm hóparnir sem eru með yfir milljarð í markaðsvirði leikmanna.

Verðmætustu leikmenn helstu þjóða:
1. Jude Bellingham £176.88M - England
2. Vinícius Júnior £176.01M - Brasilía 
3. Kylian Mbappé £162M - Frakkland
4. Pedri González £138.36M - Spánn
5. Jamal Musiala £132.23M - Þýskaland
6. Federico Valverde £107.71M - Úrúgvæ
7. Rúben Dias £103.33M - Portúgal
8. Frenkie de Jong £96.32M - Holland
9. Joško Gvardiol £96.32M - Króatía
10. Lautaro Martínez £86.69M - Argentína
11. Dušan Vlahović £84.94M - Serbía
12. Achraf Hakimi £70.05M - Marokkó
13. Sadio Mane £63.05M - Senegal (meiddur - ekki með á HM)
14. Pierre-Emile Höjbjerg £60.42M - Danmörk
15. Alphonso Davies £59.55M - Kanada
16. Thibaut Courtois £57.79M - Belgía 
17. Robert Lewandowski £51.66M - Pólland

Verðmætustu leikmannahóparnir:
1. England - £1.31B
2. Brasilía - £1.27B
3. Frakkland - £1.17B
4. Spánn - £1.05B
5. Portúgal - £1.01B
6. Þýskaland - £893.18M
7. Holland - £662M
8. Argentína - £655M
9. Úrúgvæ - £516.64M
10. Belgía - £492.12M
11. Króatía - £418.57M
12. Serbía - £353.77M
13. Danmörk - £352.89M
14. Sviss - £320.49M
15. Bandaríkin - £319.62M
16. Senegal - £275.84M
17. Marokkó - £275.84M
18. Pólland - £274.08M