mán 21.nóv 2022
[email protected]
Budweiser ætlar í mál við FIFA - Gefur sigurliði HM allan bjórinn
Bjórframleiðandinn Budweiser, helsti styrktaraðili heimsmeistaramótsins, ætlar í mál við FIFA eftir að stjórnvöld í Katar bönnuðu sölu áfengis á leikvöngum HM.
Fjölmiðillinn vinsæli Nexta greinir frá þessum fréttum og tekur fram að Budweiser mun gefa allan bjórinn sem átti að selja á leikvöngum til sigurliðs HM. Allur þessi bjór er metinn á um 75 milljónir evra og er búist við að Budweiser muni fara í mál við FIFA vegna samningsbrots. Bjórframleiðandinn er sérstaklega óhress með að ákvörðunin hafi verið tilkynnt nokkrum dögum fyrir mót eftir fjölmörg loforð um að bjór yrði seldur á leikvöngum.
|