þri 22.nóv 2022
Byrjunarlið Mexíkó og Póllands: Lewandowski gegn Ochoa
Lewandowski
Klukkan 16:00 hefst þriðji leikur dagsins, seinni leikurinn í 1. umferð C-riðils. Fyrr í dag mættust Argentína og Sádí-Arabía og unnu Sádar mjög óvæntan sigur.

Mexíkó mætir Póllandi og verður áhugaverð rimma milli fyrirliðanna. Markvörðurinn Guillermo Ochoa er fyrirliði Mexíkó og markamaskínan Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, er fyrirliði Póllands.

Helsta stjarna Mexíkó er Hirving Lozano sem spilar með Napoli á Ítalíu.

Sjá einnig:
Daníel Leó spáir í leikinn

Mexíkó:
Ochoa, Montes, Alvarez, Vega, Moreno, Herrera, Sanchez, Martin, Lozano, Gallardo, Chavez.

Pólland:
Szczesny, Cash, Lewandowski, Krychowiak, Kaminski, Kiwior, Glik, Bereszynski, Szymanski, Zielinski, Zalweski