þri 22.nóv 2022
Leikvangur í nærmynd: Í útjaðri eyðimerkurinnar
Ahmad Bin Ali leikvangurinn tekur 45 þúsund áhorfendur.
Ahmad Bin Ali leikvangurinn stendur í útjaðri eyðimerkurinnar í Katar og er einn af þeim átta völlum sem notaðir eru á HM í Katar.

Framhlið vallarins á að túlka sandöldur eyðimerkurinnar og verður heimavöllur Al Rayyan í Katar þegar mótinu lýkur.

Á svæðinu þar sem völlurinn var reistur stóð minni leikvangur og var byggingarefni frá honum notað.

Fyrsti HM leikurinn á vellinum fór fram í gær þegar Bandaríkin og Wales gerðu 1-1 jafntefli. Fimm aðrir leikir í riðlakeppni mótsins fara fram á vellinum og einn leikur í 16-liða úrslitum.

Farðu í flugferð um Ahmad Bin Ali leikvanginn:


Kynningarmyndband vallarins:


Sjá einnig:
Al Bayt leikvangurinn
Khalifa þjóðarleikvangurinn
Leikvangur 974
Lusail leikvangurinn