þri 22.nóv 2022
Viðræðurnar við Bielsa sigldu í strand
Marcelo Bielsa.
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa mun ekki taka við sem næsti stjóri Bournemouth.

Telegraph segir frá þessum tíðindum í dag.

Bournemouth hefur verið að ræða við Bielsa, sem er fyrrum stjóri Leeds United og fleiri liða, undanfarnar vikur en núna er það ljóst að hann mun ekki taka við.

Gary O'Neil, sem hefur stýrt Bournemouth til bráðabirgða eftir að Scott Parker var rekinn í upphafi tímabils, kemur til með að vera alfarið ráðinn í starfið.

O'Neil hefur staðið sig feiknavel síðan Parker var rekinn og því ekki annað hægt að segja en að það sé verðskuldað að hann fái starfið.

Bournemouth er þessa stundina í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.