þri 22.nóv 2022
Leikmaður Adelaide skoraði gegn heimsmeisturunum
Craig Goodwin fagnar markinu.
Nú stendur yfir leikur heimsmeistara Frakka og Ástrala í D-riðli HM. Staðan er 1-1 en 28 mínútur eru liðnar þegar þessi frétt er skrifuð.

Ástralía komst yfir á níundu mínútu leiksins.

Hinn þrítugi Craig Goodwin skoraði markið, setti boltann fast upp í þaknetið innanfótar, og ætlaði varla að trúa sínum eigin augum þegar hann sá boltann fara inn.

Goodwin er að leika sinn ellefta landsleik fyrir Ástralíu og þetta var hans annað mark fyrir þjóð sína. Goodwin er ekki þekktur hjá fótboltaáhugamönnum en hann leikur fyrir Adelaide United í heimalandinu.

Heimsmeistararnir náðu að jafna á 27. mínútu. Adrien Rabiot skoraði með skalla. Staðan er 1-1.