þri 22.nóv 2022
[email protected]
Sjáðu klúðrin á lokamínútum fjörugs fyrri hálfleiks
Heimsmeistarar Frakklands hefja titilvörnina gegn Ástralíu og er staðan 2-1 í leikhlé.
Ástralía tók forystuna óvænt snemma leiks en Frakkar svöruðu með tveimur mörkum og var hálfleikurinn opinn og fjörugur. Undir lok fyrri hálfleiks sluppu Frakkar í gegn og klúðraði Kylian Mbappe algjöru dauðafæri sem hefði tvöfaldað forystu Frakka. Skömmu síðar svöruðu Ástralir fyrir sig með skalla frá Jackson Irvine sem hafnaði í stönginni. Síðari hálfleikur er farinn af stað og verður þetta erfið þraut fyrir Ástrali að koma til baka gegn heimsmeisturunum. Sjáðu klúður Mbappe Sjáðu skallann í stöngina
|