þri 22.nóv 2022
Sjáðu fögnuðinn eftir sigur Sádi-Arabíu

Sádi-Arabía vann ótrúlegan sigur á stórveldi Argentínu er liðin mættust í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í morgun.



Argentína tók forystuna í fyrri hálfleik en Sádar komu til baka í upphafi síðari hálfleiks og héldu forystunni til leiksloka. Lokatölur 2-1 og Sádar óvænt á toppi C-riðils eftir fyrstu umferðina.

Arabaheimurinn fagnaði þessum sigri innilega eins og búast mátti við og er hægt að sjá afar skemmtilegar svipmyndir frá Egyptalandi, Jordaníu og Palestínu hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá brot úr lýsingu á sigurmarki Sádanna á þeirra eigin sjónvarpsstöð.

Eftir tapleiki Katar og Íran getur Arabaheimurinn flykkst bakvið Sádi-Arabíu eftir þennan magnaða sigur.