mið 23.nóv 2022
Þórir Hákonar spáir í Þýskaland - Japan
Þórir Hákonarson.
Þjóðverjar mæta til leiks á HM klukkan 13 þegar þeir leika gegn Japan. Þjóðverjar áttu martraðarmót á HM í Rússlandi 2018 þar sem þeir enduðu í neðsta sæti riðilsins.

Nú er Hansi Flick við stjórnvölinn og spennandi að sjá hversu langt þeir þýsku fara í ár.

Þórir Hákonarson er mikill áhugamaður um þýska boltann og hann spáir í leik Þýskalands og Japan.

Þýskaland 3 - 1 Japan
Þjóðverjar hafa ekki verið að gera stórkostlega hluti undanfarið og ekki gengið neitt sérstaklega vel á árinu, mikið af jafnteflum og ekki sannfærandi á meðan Japan hefur verið að ná nokkrum fínum úrslitum.

Ekki margir sem spá Þýskalandi neitt sérstökum árangri á þessu móti en ég held hins vegar að þeir hrökkvi í gang og mikilvægustu leikmenn liðsins, Neuer, Kimmich, Muller og Musiala, munu sigla þessum leik heim fyrir Þýskaland með frábærum leik, Muller skorar og nær þar með 11. HM markinu sínu og nálgast Pele í markaskorun á HM.