þri 22.nóv 2022
Giroud búinn að jafna markamet Henry
Giroud er kominn með 51 mark fyrir Frakkland.
Oliver Giroud hefur jafnað markamet Thierry Henry með franska landsliðinu. Hann er kominn með tvö mörk í leik Frakklands og Ástralíu þar sem staðan er 4-1.

Ástralía komst yfir í leiknum en þá fór franska vélin að malla og tók yfir leikinn.

Giroud kom Frakklandi í 2-1 á 32. mínútu og skoraði svo fjórða mark Frakka með skalla eftir fyrirgjöf Kylian Mbappe sem hefur verið magnaður í kvöld.

Giroud hefur skorað 51 mark í 115 leikjum fyrir Frakkland. Henry lagði landsliðsskóna á hilluna 2010 en hann skoraði 51 mark í 123 leikjum.