þri 22.nóv 2022
Sjáðu mörkin úr flottum sigri Frakka

Heimsmeistarar Frakklands hófu titilvörnina á flottum 4-1 endurkomusigri eftir að hafa lent undir snemma leiks gegn Ástralíu fyrr í kvöld.Ástralir tóku óvænt forystuna á níundu mínútu og þurfti vinstri bakvörðurinn Lucas Hernandez að fara meiddur af velli í kjölfarið. Bróðir hans Theo Hernandez kom inn í staðinn og lagði upp jöfnunarmarkið fyrir hinn umdeilda Adrien Rabiot.

Rabiot lagði svo upp fyrir Olivier Giroud fimm mínútum síðar og leiddu Frakkar 2-1 í leikhlé.

Ástralir sáu ekki til sólar í síðari hálfleik og innsiglaði Kylian Mbappe sigurinn með marki og stoðsendingu fyrir Giroud á þriggja mínútna kafla.

Lokatölur 4-1 og má sjá mörkin hér fyrir neðan. Frakkar fengu góð færi til að bæta fimmta markinu við en tókst ekki.