þri 22.nóv 2022
England: Jón Daði skoraði í sigri gegn Barrow

Bolton 3 - 2 Barrow
1-0 Oladapo Afolayan ('23)
2-0 Jón Daði Böðvarsson ('38)
2-1 J. Kay ('42)
2-2 N. Canavan ('56)
3-2 Elias Kachunga ('69)Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton sem tók á móti D-deildarliði Barrow í 16-liða úrslitum EFL Trophy bikarsins.

Jón Daði skoraði annað mark leiksins til að tvöfalda forystu Bolton en heimamenn misstu forystuna niður og var staðan orðin 2-2 á 56. mínútu.

Jóni Daða var skipt af velli á 64. mínútu og kom Elias Kachunga inn og skoraði sigurmark Bolton fimm mínútum síðar.

Bolton er því komið í 8-liða úrslit bikarsins og gæti meðal annars mætt varaliði Manchester United í næstu umferð.