mið 23.nóv 2022
[email protected]
Sjáðu stórfenglegt mark Casadei með unglingaliði Chelsea
Cesare Casadei skoraði annað markið í flottum sigri unglingaliðs Chelsea gegn Peterborough í EFL Trophy bikarkeppninni sem er haldin fyrir neðri deildir enska boltans.
Casadei er ungstirni frá Ítalíu sem Chelsea keypti frá Inter í sumar fyrir um 16 milljónir punda. Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, ætlar að leggja mikla áherslu á að kaupa unga og efnilega leikmenn til félagsins og byggja þannig upp ógnarsterkt framtíðarlið. Hér fyrir neðan má sjá markið sem Casadei skoraði af afar löngu færi í sigrinum gegn Peterborough. Sannarlega stórfenglegt mark.
|