mið 23.nóv 2022
[email protected]
Íslensk félagslið fá tæpar 20 milljónir þökk sé Blikakonum
KSÍ er búið að tilkynna samstöðugreiðslur vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Meistaradeild Evrópu kvenna í fyrra.
Þau átta efstudeildarfélög sem komust ekki í Meistaradeildina fá greiddar um 2,3 milljónir króna hvert þökk sé Breiðabliki sem komst í riðlakeppnina síðasta haust. Upphæðin sem félögin fá miðast við besta árangur liðs frá sama landi í keppninni. „Greiðslurnar eru eyrnamerktar þróun kvennaknattspyrnu hjá félögunum. Félögin skulu nota greiðsluna til að fullmóta eða bæta eitt eða fleiri atriði á listanum hér að neðan," segir á vefsíðu KSÍ. Þau félög sem enduðu í 3.-10. sæti Bestu deildarinnar í fyrra eiga því rúmlega tvær milljónir króna inni hvert. Fylkir og Tindastóll eru til að mynda meðal félaga sem eiga inni upphæð hjá knattspyrnuyfirvöldum.
|