mið 23.nóv 2022
Byrjunarlið Marokkó og Króatíu: Modric og Kovacic á miðjunni
Luka Modric.
Marokkó og Króatía mætast í fyrsta leik dagsins á HM en flautað verður til leiks klukkan 10 á hinum glæsilega Al Bayt leikvangi. Belgía og Kanada eru með þessum liðum í F-riðli.

Marokkó var með á HM 2018 og náði í eitt stig í þremur leikjum.

Króatía vann sinn riðil í Þjóðadeildinni þar sem útisigur vannst gegn Frakklandi. Danmörk og Austurríki voru einnig í riðlinum.

Hér má sjá byrjunarlið Marokkó og Króatíu en Luka Modric og Mateo Kovacic eru á sínum stað á miðsvæði króatíska liðsins.

Byrjunarlið Marokkó: Hakimi, Saiss, Aguerd, Mazraoui; Amrabat, Ounahi; Amallah, Ziyech, En Nesyri, Boufal

Byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Brozovic, Modric, Kovacic; Vlasic, Perisic; Kramaric