mið 23.nóv 2022
Guardiola búinn að framlengja við City til 2025 (Staðfest)
Pep Guardiola.
Pep Guardiola hefur framlengt samning sinn við Manchester City og er nú bundinn félaginu til 2025.

Guardiola hefur unnið ellefu titla, þar á meðal fóra Englandsmeistaratitla á sex árum ár Etihad.

Þessi 51 árs Spánverji hefur stýrt 374 leikjum og er sá einstaklingur sem hefur verið næstlengst við stjórnvölinn hjá City.

„Frá fyrsta degi fann ég sérstaka tilfinningu hérna. Ég gæti ekki verið á betri stað. Ég er svo ánægður með að framlengja dvöl mína. Ég get ekki lýst því hversu þakklátur ég er öllum hjá félaginu fyrir að sýna mér traust," segir Guardiola.

„Hér er ég með allt til alls til að vinna starf mitt á sem bestan hátt. Ég veit að næsti kafli félagsins verður magnaður. Það er meira sem við getum afrekað saman og því vil ég vera áfram og halda áfram að berjast um titla."

City er ríkjandi Englandsmeistari en er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, fimm stigum á eftir Arsenal. Liðið mætir RB Leipzig í Meistaradeildinni í febrúar.