mið 23.nóv 2022
Sjáðu snilldarmark Gavi - Yngsti markaskorari á HM síðan Pele
Það er lítið eftir af leik Spánar og Kosta Ríka. Staðan er 5-0 þegar þetta er skrifað.

Fimmta mark Spánar var skorað af ungstirninu Gavi sem leikur fyrir Barcelona og var stórglæsilegt, stöngin inn.

Gavi er að leika sinn fyrsta HM leik og er 18 ára og 110 daga gamall. Hann er yngsti markaskorari á HM síðan Pele skoraði gegn Svíþjóð 1958, Pele var 17 ára og 249 daga gamall.

Gavi er yngsti Spánverji til að skora á HM og þriðji yngsti markaskorari HM frá upphafi. Þvílíkir hæfileikar.


Sjá einnig:
Ungstirni á HM í Katar