mið 23.nóv 2022
Byrjunarlið Belgíu og Kanada: Alphonso Davies byrjar
Alphonso Davies er búinn að ná sér af meiðslum og byrjar gegn Belgíu
Belgía og Kanada mætast í fyrstu umferð í F-riðli HM í Katar klukkan 19:00 í kvöld.

Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, er í byrjunarliði kanadíska liðsins, en hann var að glíma við meiðsli fyrir mótið en hefur náð sér að fullu. Jonathan David er einnig í liðinu.

Eden Hazard er í byrjunarliði Belgíu. Michy Batshuayi er þá fremstur hjá Belgum.

Belgía: Courtois; Dendoncker, Alderweireld, Vertonghen; Castagne, Witsel, Tielemans, De Bruyne, Carrasco; Hazard, Batshuayi.

Kanada: Borjan; Johnston, Vitória, Miller, Laryea; Hoilett, Eustáquio, Hutchinson; Buchanan, David, Davies.