mið 23.nóv 2022
Sjáðu vítið: Courtois varði frá Davies
Thibaut Courtois ver spyrnuna frá Davies
Thibaut Courtois, markvörður Belgíu, varði vítaspyrnu Alphonso Davies í leik liðsins gegn Kanada á HM í Katar í kvöld.

Kanada fékk vítaspyrnu á 10. mínútu eftir að Yannick Carrasco handlék knöttinn innan teigs.

Dómari leiksins þurfti á hjálp VAR að halda til að úrskurða um það hvort Kanada ætti að fá vítaspyrnu eða ekki og eftir að hafa skoðað atvikið betur var það ljóst að eina í stöðunni var að dæma víti.

Alphonso Davies steig á punktinn fyrir Kanada en Thibaut Courtois sá við honum með góðri vörslu. Stórt hjá markverðinum stóra og stæðilega.

Hægt er að sjá vörsluna hér fyrir neðan.