mið 23.nóv 2022
Kanadamenn vildu aðra vítaspyrnu en fengu ekki
Richie Laryea í leiknum í kvöld
Kanadamenn voru afar ósáttir við Janny Sikazwe, dómara leiksins, í leiknum gegn Belgíu á HM í kvöld en þeir vildu fá aðra vítaspyrnu eftir að Richie Laryea datt í grasið.

Kanada fékk gullið tækifæri til að komast yfir snemma leiks en Thibaut Courtois varði vítaspyrnu Alphonso Davies.

Liðið vildi fá aðra vítaspyrnu á 37. mínútu er Axel Witsel keyrði niður Laryea en ekkert var dæmt.

Það má nú alveg færa rök fyrir því að Kanada ætti að fá vítaspyrnu en hún var aldrei gefin og skoruðu Belgar stuttu síðar.

Kanadamenn vildu fá nokkrar vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og meðal annars stuttu eftir fyrra vítið sem liðið fékk, en Sikazwe og VAR-teymið var ekki sammála því.

Sjáðu atvikið hér