mið 23.nóv 2022
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg áfram á toppnum - Berglind allan tímann á bekknum
Sveindís Jane er á toppnum í B-riðli
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg gerðu 1-1 jafntefli við Roma í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en liðið er áfram í efsta sæti B-riðils.

Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum í hálfleik fyrir Jule Brand, sem hafði lagt upp jöfnunarmark Wolfsburg í leiknum.

Þýska liðið náði ekki að finna sigurmark í þeim síðari og þurfti það því að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Rómarliðinu.

Wolfsburg er áfram í efsta sæti B-riðils með 7 stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat þá allan tímann á varamannabekk Paris Saint-Germain Vllaznia, 5-0. Þetta var fyrsti sigur PSG í A-riðli en liðið er með 4 stig í 2. sæti, jafnmörg og Real Madrid sem er í þriðja sætinu.